miðvikudagur, 14. ágúst 2002

Nei sko, lífsmark frá Bjarna í bloggheimum! Það var kominn tími til! Hann er enn í sumarfríi, sem er gott mál fyrir mig, því ég er hálfgerð förukona í vinnunni, flakka milli borða þeirra sem eru í fríi og á mánudaginn lagði ég undir mig borðið hans Bjarna. Þar kann ég ágætlega við mig, fyrir utan það að tölvan er hræðileg. En hann fer að koma aftur og þá þarf ég að finna mér nýjan samastað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli