þriðjudagur, 27. ágúst 2002

Var óheyrilega þreytt í gærkvöld, hafði ekki orku til neins nema leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft, sem var reyndar ágætt. Glápti líka á vídeó – horfði á High Fidelity einu sinni enn. Þeim tíma er alltaf vel varið, myndin er frábær – og stenst meira að segja samanburð við bókina sem er ekkert smá góð. Annars lítur út fyrir að það sé sé eitthvert ómeðvitað John Cusack þema í gangi þessa dagana. Í fyrrakvöld horfði ég á Cradle Will Rock, og svo var Grosse Pointe Blank í sjónvarpinu á föstudaginn (var reyndar svo þreytt að ég sofnaði í henni miðri, en það var óvart). Kannski ég ætti að horfa á America's Sweethearts í kvöld?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli