föstudagur, 27. september 2002

Susan Lewis er mætt aftur í Bráðavaktina! Hún var skemmtilegur karakter á sínum tíma og sárt saknað þegar hún hætti, en þessi endurkoma lofar einhvern veginn ekkert sérlega góðu. Held að það séu ekki útlitsfordómar, þótt á þessum árum sem liðin eru hafi henni tekist að finna sér ljótustu hárgreiðslu í heimi!
Já, margt hefur breyst í Bráðavaktinni. Í fyrra lífi Susan þar var Mark Greene til dæmis ekki kominn efst á óþolandi-listann minn, en þar trónir hann tvímælalaust núna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli