þriðjudagur, 12. nóvember 2002

Í gær var ég lasin. Með leiðinda magakveisu og vorkenndi sjálfri mér óheyrilega, enda var ég handónýt frá því um nóttina og langt fram eftir degi. Sem betur var Svansý svo góð að færa mér kók og hlaupbangsa (sem sagt sykur) seinnipartinn. Venjulega finnst mér kók ógeðslegasti drykkur í heimi, en þegar maður fær í magann er fátt sem dugar betur. Mér fór líka að skána upp úr þessu og var nógu hress til að mæta í vinnuna í morgun. En nú eru smám saman að rifjast upp fyrir mér ótal hlutir sem ég átti að gera í gær, en urðu algjörlega útundan – af eðlilegum orsökum reyndar, en ég hafði ekki einusinni rænu á að láta vita af töfunum. Æi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli