föstudagur, 15. nóvember 2002

Lengi hefur staðið til að fjölga á tenglalistanum. Kristbjörn skrifaði mér fyrir fjöldamörgum vikum og kvartaði yfir því að vera ekki þar – fyrirgefðu, Kristbjörn, ég veit að það er ljótt að skilja útundan! Það var ekki viljandi og lengi hafa úrbætur verið í vændum. Þær hafa vissulega dregist úr hömlu, en nú hefur Kristbirni loksins verið bætt þarna við ásamt fleiri góðum mönnum. Ég hef samt ábyggilega gleymt einhverjum, en úr því verður þá bara bætt síðar

Ég fiktaði líka agnarlítið í templeitinu, en ekki nógu mikið. Ég ætlaði nefnilega að víxla dálkunum, þannig að bloggið sjálft yrði vinstra megin og tengladálkurinn hægra megin, en það mistókst fullkomlega; tenglarnir lentu alltaf fyrir neðan. Það var ég ekki ánægð með. Þeir sem geta frætt mig um hvað klikkaði mega alveg senda mér póst

Engin ummæli:

Skrifa ummæli