föstudagur, 15. nóvember 2002

Ljósleiðaraserían er komin á tréð við Landssímahúsið! Þótt ég sé ekki hlynnt ótímabærum jólaljósum gleðst ég yfir þessu því þetta stóra, staka tré verður svo ótrúlega fallegt. Þegar ég sá það í allra fyrsta skipti kom ég mér ekki úr sporunum um stund heldur stóð niðurnegld, horfði heilluð á og hugsaði með mér: Ef þetta tré væri í skógi, þá væri það ævintýraskógur!

Eiginlega er mikil ljósahátíð þessa dagana. Í gærkvöld fór ég í stjörnuskoðunina uppi í Elliðaárdal – það var mjög gaman. Hvernig væri að taka rafmagnið af bænum eitthvert af þessum stjörnubjörtu kvöldum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli