föstudagur, 22. nóvember 2002

Tímaskynið virðist vera í rúst hjá mér. Ekki nóg með að mér finnist alltaf vera föstudagur eins og fram hefur komið heldur er ég líka komin á það stig að mér finnst næstum allt vera nýskeð. Í fyrradag fór ég til dæmis í klippingu. Reyndar vissi ég alveg að það var orðinn óratími síðan síðast, og ég var búin að vera á leiðinni býsna lengi. En ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að sú staðreynd ég hafði síðast farið í klippingu í nóvember í fyrra þýddi að heilt ár var liðið. Úff! Mér finnst þetta mjög alvarlegt fullorðinseinkenni. Hvað er til ráða?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli