þriðjudagur, 10. desember 2002

Æ, hvað ég vona að Hilma sé ekki endanlega hætt að blogga. En ég skil mjög vel að hún hafi fengið nóg af nýjasta ruglinu. Þó að eitthvað sé á netinu og þar með aðgengilegt öllum ætti að vera augljóst að bloggheimar eru tiltölulega afmarkaður hluti netsins og meira prívat en aðrir. Og þótt það sé sjálfgefið að vísa þvers og kruss innan bloggheima finnst mér ekki spurning að vísanir í bloggheima utanfrá þurfi að meta miklu vandlegar í hvert skipti, sérstaklega þegar það fer ekki milli mála að vísun er í óþökk þess sem skrifar. En um þetta eru ýmsir búnir að skrifa. Ása á heiður skilinn fyrir hetjulega baráttu við drengina sem virðist finnast að allt megi ef það er ekki bannað sérstaklega í lögum. Og ég mæli eindregið með umfjöllun Sverris um „löglegt en siðlaust“ – þar kemur fram allt sem ég vildi sagt hafa um málið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli