þriðjudagur, 10. desember 2002

Þegar ég steig upp í strætó í morgun bauð ég bílstjóranum gott kvöld! Hvernig er hægt að vera svona utan við sig? Annars er það kannski ekki svo undarlegt á þessum árstíma, það er eiginlega dimmt allan sólarhringinn. Hvernig væri að það færi að snjóa? Þá væri myrkrið ekki eins yfirþyrmandi og þá myndi lifna verulega yfir mér. Fleiri norðanbörn hafa gert snjóleysið að umtalsefni; Ása talaði til dæmis töluvert um það fyrir nokkru (fann ekki færsluna í fljótu bragði) og Tryggvi biður fólk að hjálpa sér að særa fram snjóinn. Hann birtir meira að segja nokkrar „særingaþulur“!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli