þriðjudagur, 21. janúar 2003

Frábært – það var Bráðavaktarspurning í spurningakeppninni! Mjög ánægð með dómarann!

Fyrst ég er farin að blogga um spurningakeppnina: Kristbjörn lýsti því yfir um daginn að starf stigavarðar gæti ekki verið við Svanhildar hæfi, þar sem það hentaði að hans mati einungis heimskum ljóskum sem héldu kjafti og væru sætar. Nú get ég kannski ekki fullyrt neitt um málið, en miðað við kynni mín af fyrrnefndri Svanhildi og öðrum sem gegnt hafa sama embætti hljóta stigaverðirnir að vera sterki aðilinn bak við tjöldin í þessari keppni og stjórna henni í raun. Hún er því tæplega á eins skökkum stað og í fljótu bragði kann að virðast.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli