miðvikudagur, 29. janúar 2003

Tveir af nemendum mínum komu að máli við mig eftir tíma í dag til að forvitnast um aldur minn. Niðurstaðan af spekúlasjónum þeirra hafði verið að ég væri trúlega 23 ára. Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þetta. Ætli þetta sé merki um að þeim finnist ég ung, eða ætli þeim finnist 23 hundgamalt?! (Og ef svo er, ætli þeim finnist ég þá ævaforn eftir að þær komust að hinu sanna í málinu?!)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli