miðvikudagur, 26. febrúar 2003

Lokaþáttur núverandi Bráðavaktarseríu í kvöld. Hvað ætli gerist? Ætli Carter og Abby byrji saman, eða ætli þættinum ljúki kannski á augnabliki milli þeirra sem stefnir í að verða ákaflega merkingarþrungið? Ætli dr. Greene gangi aftur og ofsæki Romano? Ætli nýi, leiðinlegi læknaneminn drepi einhvern (og verði látinn fjúka), eða ætli hann komi á óvart og sýni fram á að hann búi yfir agnarögn af jákvæðum eiginleikum? (Er samt ekki mjög bjartsýn á það.)
Bíð allavega spennt – er búin að stilla vídeóið mitt, því ég er að fá fólk í heimsókn einmitt á Bráðavaktartíma. Algjört skipulagsleysi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli