fimmtudagur, 6. mars 2003

Hótanir skila árangri! Hér að neðan gaf ég í skyn að aumingjabloggarar gætu þurrkast út úr tenglasafninu ef þeir bættu ekki ráð sitt, og þessi frýjuorð urðu til þess að Bjarni er búinn að gefa frá sér blogglífsmark – í fyrsta sinn í hálfan annan mánuð. Hann fær því sjens eitthvað lengur, en það þýðir ekki að hann sé laus undan „tengla-morðhótunum“ um aldur og ævi. Ó nei, ef hann dettur enn og aftur ofan í aumingjabloggræfildóm verður engin miskunn sýnd!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli