föstudagur, 23. maí 2003

Evróvisjón-bloggið þeirra Loga og Gísla er algjör snilld. Ekki síst kommentin hans Loga um æfingarnar. T.d. þetta:
Jæja. Það verður að setja gult merki í hornið held ég. Búningurinn hjá þessari grísku er... ö fleginn!
Einhver verður samt að kenna þeim að búa til linka – ómögulegt að þeir skrifi bara slóðirnar inn. Svansý, geturðu ekki reddað þessu?

Annars virðist fólk vera að blogga um Evróvisjón út um allt; úttekt Hjörvars á lögunum er til dæmis bráðskemmtileg. Sumir lifa sig greinilega mikið inn í þetta. Enda er Evróvisjón-dagurinn næstum því þjóðhátíðardagur. Sjaldan er þjóðin eins fullviss um eigið ágæti og yfirburði og þegar kemur að þessari keppni. En það er reyndar ágætt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli