miðvikudagur, 21. maí 2003

Ég reyndist að sjálfsögðu vera Elísabet Bennett, alveg eins og Nanna og Þórdís. En ekki hef ég fundið neinn Darcy enn. Hvar skyldi hann halda sig?


lizzie

You're Elizabeth Bennett of Pride and Prejudice by Jane Austen!
Which Classic Female Literary Character Are you?
brought to you by Quizilla



Reyndar segist Nanna (í kommenti hjá Þórdísi, sbr. einnig kommentakerfi Nönnu sjálfrar) ekki vita um neina konu sem hafi fengið aðra niðurstöðu. Sennilega vegna þess að við erum allar að bíða eftir Darcy. Ég hef líka þá kenningu að Elísabet sé týpan sem við viljum allar vera – en það sé síðan annað mál hvort sú sé raunin. Til dæmis held ég að mín skapgerð minni mun meira á Darcy sjálfan. "My good opinion once lost is lost forever." (Fjárhagsstaðan er hins vegar mun slappari, skil ekkert í því.) Svo er ég ískyggilega lík Bjarti í Sumarhúsum á köflum – þegar ég las Sjálfstætt fólk í fyrsta skipti fékk ég vægt áfall yfir því hvað við værum andlega skyld! Er þetta áhyggjuefni?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli