fimmtudagur, 15. maí 2003

Er að lesa yfir þýðingu á alveg dásamlegri bók. Það getur varla verið vinnufriður fyrir mér hér á hæðinni, því ég flissa svo mikið, en annað er ekki hægt yfir texta eins og þessum:
Mennirnir urðu ásáttir um að nóg væri komið af sjálfsmorðstilraunum í bili. Löngunin til að deyja þennan daginn var að minnsta kosti alveg fyrir bí. Í sjálfu sér er svo mikið einkamál að farga sjálfum sér að til þess þarf fullkominn frið. Einhverjir útlendingar áttu það að vísu til að kveikja í sér á opinberum stöðum í mótmælaskyni og einnig af stjórnmálalegum og trúarlegum ástæðum, en Finni þarfnast ekki mannmergðar til að fylgjast með sínu sjálfsmorði. Um þetta voru þeir alveg á einu máli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli