föstudagur, 9. maí 2003

Trúlega væri sniðugt að hafa bónus„spurningu“ á prófum sem væri einfaldlega „sjálfvalið efni“ svo að fólk gæti tappað af allri þekkingunni sem það hefur viðað að sér án þess að spurt væri út úr henni. Prófið í ÍSL203 í þessum skóla í gær var t.d. bara klukkutími, svo það var augljóslega ekki hægt að spyrja úr öllu námsefninu. A.m.k. einn nemandi hefði gjarnan viljað tjá sig um fleira en spurt var um. Í næstefstu færslunni frá 8. maí á þessari síðu er afbragðs ritgerð um indóevrópsku málaættina. Mæli með henni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli