föstudagur, 9. maí 2003
Umræðuþátturinn í sjónvarpinu í kvöld var afbrigðilega misheppnaður og leiðinlegur. Frambjóðendurnir voru flestir ógurlega þreyttir og pirraðir á þessu öllu – og þáttastjórnendurnir voru fullkomlega misheppnaðir. Það var greinilega búið að kortleggja þáttinn; fyrst átti að tala um þetta, svo um hitt, þá um þetta – sem er í sjálfu sér eðlilegt – en það sem var ekki í lagi var það að ef í umræðum um einhvern lið var snert við einhverju sem féll mögulega undir annan lið panikkeruðu stjórnendurnir gjörsamlega. Þeir réðu engan veginn við það að umræðurnar gætu leitt að öðru en þeir höfðu búist við: „Nei ... sko ... það er ekki komið að því að tala um þetta enn ...“ Ótrúlegt. Þótt það verði auðvitað að setja upp einhvern ramma fyrirfram er ekki sérlega fagmannlegt að geta ekki höndlað það að umræðurnar þróist á ákveðinn veg. A.m.k. í smátíma í hvert skipti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli