þriðjudagur, 6. maí 2003

Synd að Unnur skuli vera búin að segja sig af femínistapóstlistanum; hún kom oft með mjög góð innlegg þar. Ég skil hana samt vel. Viðbrögð einstaka fólks á listanum við ögrandi spurningum hafa stundum verið mjög undarleg svo ekki sé meira sagt, og þótt ég sé þess fullviss að þau séu ekki lýsandi fyrir heildina er vandamálið við hinn þögla meirihluta sem kann ekki við slík viðbrögð (trúi því að það sé meirihlutinn) einmitt það að hann skuli vera þögull. Niðurrífandi raddirnar fá þá svo óeðlilega mikið vægi. Sennilega er þetta þörf áminning um að maður ætti að vera duglegri að taka beinan þátt í umræðunni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli