þriðjudagur, 6. maí 2003

Var byrjuð að skrifa í kommentakerfið við færsluna hér fyrir neðan, en svarið var orðið svo langt að ég ákvað að breyta því frekar í bloggfærslu. Tilefnið var að Salvör benti á að á póstlistanum sé verið að tala um merkileg mál sem snerti tilfinningar fólks og þess vegna verði umræðan oft heit.

Það er alveg rétt. En heitar umræður eru eitt. Allt annað mál er hvernig sumt fólk á listanum hefur áskilið sér rétt til að hafna ákveðnum umræðuefnum eða sjónarhornum og afskrifa þau af því að því sjálfu finnst þau ekki áhugaverð eða mikilvæg. Fyrir nú utan annan dónaskap sem alltof oft hefur sést. Þótt þetta séu bara örfáir einstaklingar af þeim 600 (eða hvað það nú er) sem á póstlistanum eru, þá skapar þetta neikvætt andrúmsloft. Póstlistaformið sem slíkt ýtir líka undir vandann því að það er erfitt að leiða ómálefnalegu raddirnar hjá sér þegar allt kemur inn í pósthólfið manns. Vona að umræðurnar verði færðar yfir á vefsíðu sem fyrst. Þá verður auðveldara að einbeita sér að málefnalega hlutanum sem er blessunarlega stærri en hinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli