mánudagur, 28. júlí 2003

Fyrir framan mig er próförk að kennslubók í stærðfræði. Hver í fjandanum bjó til orðið logri fyrir lógaritma? Held að þetta sé með því ljótasta sem ég hef séð. Jæja, gott og vel, lógaritmi á svosem aldrei eftir að komast langt í fegurðarsamkeppni orða – en samt ...

P.S. Ætli sami maðurinn (hvort heldur er karlkyns eða kvenkyns) beri ábyrgð á þessu og orðskrípinu vigri í staðinn fyrir vektor?

P.P.S. Augljóslega afhjúpar þetta röfl í mér allsherjar íhaldssemi, sem er ekki óalgeng í tengslum við orðaforða. Tilhneigingu til að vilja bara nota þau orð sem maður hefur sjálfur vanist. Ég vil t.d. líka diffra og heilda – sögnin tegra yfir það síðarnefnda kemst tvímælalaust í flokk með ljótustu orðunum ásamt þeim fyrrnefndu. Logri, vigri, tegra ... Oj bara. Hvað er þetta eiginlega með samstöfuna -gr-? Er einhver að reyna að troða henni inn í hvert einasta stærðfræðiorð?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli