föstudagur, 4. júlí 2003

Í sömu bók og vitnað var í hér að neðan er kafli um minnið – þar sem m.a. er fjallað um svokallaða minnisfestingu, minnisþrep, leifturminni o.fl. o.fl. Í tilefni af því ákvað skammtímaminnið hjá mér að fara í verkfall. Ég var óratíma að lesa kaflann; þurfti að byrja á sömu síðunni hvað eftir annað – því ég mundi engan veginn hvað ég hafði verið að lesa.

Í sama kafla kom skammstöfunin SM fyrir hvað eftir annað. Ég virðist vera frekar dónalega þenkjandi, allavega datt mér alltaf bara eitt í hug – og það var ekki „skynminni“.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli