laugardagur, 5. júlí 2003

Svanhildur veltir því fyrir sér hvaða merking felist í draumi um að vera beðin að dæma í ljóðasamkeppni, sökum sterkrar stöðu á því sviði. Ekki ætla ég að reyna að ráða drauminn, en hins vegar þykir mér rétt að benda á að Svanhildur hefur lengi sýnt sérstaka hæfileika til ljóðgreiningar (leyfilegt er að skilja orðið sérstakir á ýmsa vegu), sem og yfirgripsmikla þekkingu á ljóðskáldum landsins (orðið yfirgripsmikil má sömuleiðis túlka margvíslega). Af þessu tilefni verður hér endurbirtur bútur úr Carminu-greininni um Svanhildi:
... Ljóð eiga ekki eins upp á pallborðið hjá henni, enda þótt hæfileikar hennar til ljóðgreiningar séu einstakir. Þekkja ekki allir kvæðið um „gaurana tvo sem urðu úti“?

Svanhildur er fyrsta Alzheimer-tilfelli bekkjarins, eins og glöggt sést ef umræður í íslenskutíma einum í 4. bekk eru skoðaðar:

Einhver: „Af hverju var Þorsteinn Erlingsson alltaf fátækur?“
Svansý: „Var hann kommúnisti?“ [Nokkru seinna:] „Jaaá, Þorsteinn frá Hamri. Var það hann sem dó úr berklum“ [Enn seinna:] „Kunni hann að mála? Nei annars, það var Muggur!“

Getraun dagsins er: Hvert er „kvæðið um „gaurana tvo sem urðu úti““? Verðlaunum er heitið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli