Ó mig auma! Um nokkurt skeið – á þriðju viku – hef ég sýnt af mér ótrúlega heilsusamlega hegðun. Í því hefur m.a. falist bindindi á allt sem fellur undir skilgreiningu mína á súkkulaði og öðru sælgæti. (Til að öllu sé til skila haldið skal tekið fram að súkkulaðikaka skilgreinist ekki sem sælgæti. Hún er matur.)
Þessu skeiði er lokið í bili. Ég er fallin. Rétt áðan æddi ég stjórnlaust út í Hjartarbúð og sit nú hér við tölvuna og graðga í mig lakkrísdraum. Einhver reynir kannski að halda því fram að þetta sýni veiklyndi og staðfestuskort, en því hafna ég alfarið. Ég lenti í því um daginn að ættleiða lögfræðikennslubók og þetta er augljóslega allt henni að kenna. Eða einhverju. Bara einhverju allt öðru en sjálfri mér!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli