fimmtudagur, 28. ágúst 2003

Misjöfn verða morgunverkin. Nú var ég loksins að fjölga tenglum á vinstri vængnum en það er búið að standa til í marga mánuði. Nýju tenglarnir vísa sumir á fólk sem ég þekki vel, aðrir á fólk sem ég þekki ekki neitt og enn aðrir á fólk sem er einhvers staðar þar á milli. En allt á það sameiginlegt að vera miklir ágætisbloggarar.
P.S. Ég hef ábyggilega gleymt einhverjum eins og venjulega. Kvartanir sendist á kommentakerfið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli