Í gær uppgötvaði ég hins vegar að sjónarhornið er fjarri því að vera of vítt – þvert á móti virðist það ætla að vera svívirðilega þröngt. Menn hafa nefnilega hengt sig óhóflega í hefðbundna rökhugsun og einhvern leiðinda hlutveruleika við afmörkun efnisins.
Brýnt er að tveimur köflum verði bætt við bókina:
- Kafla um yfirfærða merkingu. Eins og allir vita er fjöldi fólks (ekki síst Íslendinga) apar, asnar og jafnvel svín.
- Kafla um þykjustudýr. Í íslenskum þjóðsögum er sagt frá mörgum skemmtilegum dýrum sem eiga skilyrðislaust að teljast með. Nykur, urðarköttur, skoffín og álíka dýr eru augljóslega rammíslenskust allra spendýra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli