mánudagur, 15. september 2003

Sólin er að drepa mig. Hún skín eins og hún eigi lífið að leysa og það er engin leið að verjast henni. Gardínurnar á skrifstofunni minni eiga að vera ógurlega tæknilegar og halda sólargeislunum úti án þess að byrgja manni sýn – en þær virka andskotann ekki neitt. Held að ég flýi fram á kaffistofu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli