þriðjudagur, 21. október 2003

Nú er úr vöndu að ráða. Allavega ef mann langar að finna sér það til dundurs að búa til vandamál. Málið er þetta: samstarfsfólkið uppgötvaði bloggið mitt á einu bretti um daginn. Spurningin er hvort það á að hafa áhrif á skrifin og hvaða áhrif þá. Augljóslega gæti ég núna farið að tala illa um fólkið – sem hefur verið ómögulegt fram að þessu þar sem það er ekkert gaman að tala illa og kvikindislega um fólk án þess að það heyri til! En í þessu tilfelli gæti svona illt umtal orðið svolítið erfitt ef maður er ekki þeim mun lygnari. Sannast sagna er fólkið nefnilega frekar skemmtilegt og ferlega gaman að vinna með því – en um slíkt er ómögulegt að fjölyrða. Það yrði bara væmið og asnalegt.

Best að ég velti þessu fyrir mér um stund. Á þessi uppgötvun raunheimsins að umbylta blogginu mínu? Eða er best að allt verði við það sama? ;-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli