þriðjudagur, 21. október 2003

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir eru tvö kommentakerfi á þessari síðu. Ástæðan er að þegar ShoutOut-ið fór verkfall í sumar setti ég inn Haloscan til vara. Síðan komst ég að því að mér þætti það betra kerfi og vildi helst nota það áfram, en þar sem ég á svo mörg skemmtileg gömul komment í ShoutOut-inu tímdi ég ekki að henda því endanlega. Það er samt búið að vera svolítið bjánalegt að vera með bæði kerfin hlið við hlið. Ákvað að prófa að lita linkinn á ShoutOut-ið ljósgráan þannig að hann sæist verr í von um að það beindi fólki frekar inn á Haloscan-ið. Svo víxlaði ég kerfunum líka þannig að Haloscan-ið væri fyrir framan – annars leit þetta svo undarlega út. Svo er bara að bíða og sjá hvernig þetta gefst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli