miðvikudagur, 22. október 2003

Dagurinn einkennist af tilhlökkun. Óendanlegri tilhlökkun. Er að fara til London eftir tvo daga og get varla beðið. Hef aldrei komið þangað áður og veit alveg að fjórir dagar endast engan veginn fyrir allt sem mig langar til, en geri ábyggilega mitt besta. :) Er búin að panta miða á eina leiksýningu og finnst trúlegt að ég fari a.m.k. á eina aðra (t.d. Músagildruna – þegar maður hefur verið forfallinn Agöthu Christie aðdáandi frá barnæsku hlýtur það eiginlega að vera ómissandi). Er síðan ákveðin í að fara á Tate Modern en hugsa að ég láti það ráðast dálítið af veðri hvað ég fer mikið á önnur söfn. Geri fastlega ráð fyrir að ganga bara mikið um – og ganga og ganga og ganga ... Svo veit ég um marga spennandi markaði og bókabúðir og fleira og fleira og fleira – er með gríðarlangan lista yfir ótalmargt sem ég gæti hugsað mér að gera, en er fátt búin að negla niður – ætla bara að spila þetta svolítið eftir hendinni.
Vill fólk mæla sérstaklega með einhverju?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli