miðvikudagur, 22. október 2003

Í síðustu færslu spurði ég hvort fólk vildi mæla sérstaklega með einhverju í London. Gerði ráð fyrir að yfir mig helltust skemmtilegar ábendingar – en þær hafa eitthvað látið á sér standa. Kannski hefði ég átt að orða þetta öðruvísi. Sko, ég geri mjög fastlega ráð fyrir að þið hafið mörg, kæru lesendur, a.m.k. komið til London og einhver séu jafnvel ágætlega kunnug þar. Viljið þið ekki segja mér frá einhverju sem er í uppáhaldi hjá ykkur í þessari ágætu borg? Það er svo gaman að vita hvað öðrum finnst skemmtilegt, hvort sem maður er sjálfur á sömu bylgjulengd eða einhverri allt annarri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli