laugardagur, 15. nóvember 2003

Mikið er alltaf gaman að fá Bókatíðindin. Ég sest alltaf niður með þau undireins og þau koma inn um bréfalúguna og skoða þau vandlega. Síðustu árin hefur þessi fyrsta fletting samt breyst töluvert – en ég áttaði mig ekki á því fyrr en í gær. Einu sinni fletti ég heftinu og merkti við bækurnar sem mig langaði í. Núna merki ég fyrst við bækurnar sem ég er búin að lesa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli