fimmtudagur, 20. nóvember 2003

Í mér blundar kverúlant. En eins og fram kom þegar ég birti formlega játningu á vandamálinu í kommentakerfinu hjá Þórdísi fyrir nokkru, þá reyni ég að halda aftur af þessu fóli því ég óttast að stjórnleysið verði algert ef skrímslið sleppur laust. En stundum get ég ekki hamið mig. Í gær skrifaði ég tveimur vinkonum mínum t.d. tölvupóst og kverúlantaðist svolítið. (Nota bene – ekki yfir þeim sjálfum heldur öðrum málum.) Hvorug hefur svarað mér. Ætli það sé til marks um að nöldur sé ekki vænlegt til vinsælda?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli