mánudagur, 16. febrúar 2004

Bráðabirgðatiltekt í tenglasafninu lokið. Það kemur í ljós hvernig nýja skiptingin reynist. Helstu breytingar aðrar: Nokkrum sem telja má hafa hætt að blogga (er ég að reyna að setja met í því hversu mörgum sagnorðum er hægt að raða saman, eða hvað?) var varpað út í ystu myrkur, einstaka aðilar að sams konar hegðun voru sendir í Niflheim niður, nokkrir linkar voru uppfærðir. Nýir linkar eru á Eyðimörkina og Hildi Eddu, frænku mína, og Pezið sem ég hef ítrekað gleymt að linka á. Telja má vafalaust að ég gleymi að linka á einhverja aðra. En það er hefð og gerir því ekkert til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli