þriðjudagur, 3. febrúar 2004

Það er lygi og rógburður að ég sé hætt að blogga. Kannski þarf ég að viðurkenna nokkurn skort á bloggdjörfung og -dug, en það þýðir ekki – endurtek: ekki – að ég hafi nokkurn tíma hætt að blogga. Alls ekki. Ég hef til dæmis verið frekar dugleg að blogga í huganum. Kannski ég reyni að halda því fram að ég hafi verið að gera tilraunir með fjarhrif á bloggsíðuna mína. Þær hafa augljóslega ekki skilað neinum árangri – spurning hvort ég er nauðbeygð að gefa þær upp á bátinn eða hvort ég ætti að halda þeim áfram? Hugarburður getur verið miklu skemmtilegri en raunveruleikinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli