föstudagur, 27. febrúar 2004

Flaumræn greind? Ekki vissi ég að svoleiðis væri til – en maður lærir alltaf eitthvað nýtt; í DV í dag er því nefnilega haldið fram að tiltekinn maður búi yfir „analógískri greind“. Hlýtur „stafræn greind“ þá ekki líka að vera til? Hún væri þá kannski einkennandi fyrir vélmenni en sú analógíska til marks um mennska eiginleika.

P.S. Ætlaði einhver snillingurinn kannski að tala um „analýtíska“ greind? Ýmislegt skondið getur gerst þegar menn reyna að slá um sig með flóknum orðum sem þeir skilja ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli