mánudagur, 1. mars 2004

Ég skrapp á bókamarkaðinn rétt fyrir lokun á laugardaginn – ætlaði bara að líta lauslega á hann og fara seinna í innkaupaferð. En að sjálfsögðu tókst mér að eyða alltof miklum peningum þótt ég hefði bara tíu mínútur til þess. Úff. Hundraðasta og ellefta meðferð á vísakorti. Einu sinni enn.

En auðvitað er alltaf gaman að eiga nýjar bækur. Og þetta eru ágætir tímar með ýmsum tilhlökkunarefnum. Í dag byrja ég í magadansi í Kramhúsinu, um helgina fer ég til Kaupmannahafnar ... – og það er ábyggilega margt fleira skemmtilegt framundan. Býsna sátt við tilveruna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli