föstudagur, 16. apríl 2004

Byrjaði á þriðju bókinni eftir Jasper Fforde um bókmenntaspæjarann Thursday Next í gær: The Well of Lost Plots. Fór að lesa bókaflokkinn bara út af nafninu á annarri bókinni: Lost in a Good Book (sú fyrsta er The Eyre Affair). Mjög skemmtilega galnar. Gætu kannski orðið þreytandi ef maður læsi þær í einni striklotu, en þær virka mjög vel þegar maður lætur svolítið líða á milli. Er bara rétt byrjuð á The Well of Lost Plots, en á kápunni kemur m.a. fram að persóna í bókinni verði prendvidluvýrusnum / prendvytlupúganum (Mispeling Vyrus) að bráð. Það finnst mér lofa góðu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli