fimmtudagur, 9. september 2004

Einn vondan veðurdag í september gengur Erna niður Laugaveginn.

Skyndilega vindur ókunnur maður sér að henni og spyr með hálfgerðum þjósti:
"Viltu koma í kaffi?"

Söguhetjan hefur ekkert dramatískt svar á reiðum höndum.
Forviða "nei" er það eina sem hún hefur um málið að segja.

Maðurinn hörfar.

Erna heldur áfram göngu sinni.

- - -

Undarlegt. Og þó; eiginlega skorar þetta frekar lágt á undarlegheitaskalanum í sagnaflokknum "furðufuglar reyna að stofna til kynna við Ernu". Súrrealískasta senan er að verða fimm ára og verður seint slegin út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli