fimmtudagur, 16. september 2004

Vissuð þið að ef maður er fróður um kóngafólk getur það verið merki um lélega heilsu? Þetta uppgötvaði ég fyrir nokkrum árum og sagði frá því á kommentakerfinu hennar Nönnu fyrr í dag í tilefni af nýjustu fréttum. Ætli það sé ekki best að eiga frásögnina hér:

- - -

Einu sinni var ég í afmæli með stelpum héðan og þaðan úr Evrópu og einhvern veginn þróuðaðist það þannig að við fórum að ræða evrópskt kóngafólk. (Veit ekki af hverju.)

Ein reyndist sérlega fróð um málið - og afsakaði sig með því að hún hefði verið mikið lasin => þurft að sitja mikið á biðstofum lækna þar sem ekkert lesefni var nema slúðurblöð.

Nokkrum mínútum seinna gat ég frætt hópinn um eitthvað kóngaslektistengt sem hinar höfðu ekki vitað. Þá horfði ein á mig meðaumkunaraugum og spurði: "Hefur þú líka verið mikið lasin?"

(Það var reyndar ekki tilfellið heldur er ég bara með svona undarlegt minni. En mér fannst skemmtileg uppgötvun að vitneskja um kóngafólk gæti verið mælikvarði á heilbrigði fólks.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli