fimmtudagur, 16. desember 2004

Kannski ég fari að ganga um með nefklemmu. Sem betur fer er ekki lengur kaffilykt af höndunum á mér en í hádeginu rölti ég inn í Fríðu frænku með þeim afleiðingum að það er ofboðsleg reykelsislykt af hárinu á mér. Og frammi á klósetti hérna í vinnunni er komin sápa með rósafýlu í staðinn fyrir ágætu lyktarlausu sápuna. Algjör plága.

Ekki að ég sé eitthvað á móti lykt - en ég er afar selektíf. Og þoli alls ekki ilmefnin sem er troðið í undarlegustu hluti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli