þriðjudagur, 4. janúar 2005

Fyrirfram var ég viss um að skaupið yrði hundleiðinlegt þannig að það kom mér ánægjulega á óvart að svo skyldi ekki fara - mér fannst það meira að segja býsna skemmtilegt. Samt frekar merkilegt að láta frummyndirnar leika eftirmyndir af sjálfum sér. En síðustu ár hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á gervin og að þau séu sem nákvæmust - sennilega hefur þetta talist rökrétt framhald.

Skemmti mér því miður ekki eins vel í bíó í fyrradag. Þegar ég heyrði að það ætti að gera framhald af Með allt á hreinu fannst mér það hljóma afspyrnu illa en svo gaf allt sem ég heyrði um myndina til kynna að trúlega mætti hafa gaman af henni þannig að ég fór tiltölulega vongóð í bíó. Vonbrigðin voru því umtalsverð þegar mér stökk varla bros nema kannski þrisvar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli