föstudagur, 27. apríl 2007
miðvikudagur, 25. apríl 2007
þriðjudagur, 24. apríl 2007
Það er ástæða til að rifja upp grein eftir Ármann frá í fyrra: Strætóhatararnir hafa tekið völdin.
Sem betur fer keypti ég mér hjól í haust.
Sem betur fer keypti ég mér hjól í haust.
Ég er búin að vera lasin - mér til ómældra leiðinda. Skil ekkert í því að ég sem er venjulega afbrigðilega heilsuhraust skuli hafa veikst í annað skiptið á árinu. Eða jú, reyndar er það alveg skiljanlegt: venjulega klæði ég mig eftir veðri en drjúgan hluta af síðustu viku reyndi ég að afneita því að það væri kalt. Fyrir það hefndist mér rækilega og það hefur reynt töluvert á þolinmæðina. Svo hef ég vaknað stirð á morgnana því ég hef legið asnalega til að komast hjá því að drukkna í eigin hori og síðan hef ég orðið öðruvísi stirð á daginn af því að liggja óhóflega uppi í sófa. Allsherjar bjánaleg keðjuverkun. Nú skil ég hvernig fólk fer að því að leggjast í kör. En ég er að hressast og kemst vonandi í vinnuna á morgun.
Sennilega er kominn tími á meiri getraun. Hér er tilvitnun úr einni af bókunum sem hefur stytt mér stundirnar síðustu dagana. Hvaða bók byrjar svona?
Sennilega er kominn tími á meiri getraun. Hér er tilvitnun úr einni af bókunum sem hefur stytt mér stundirnar síðustu dagana. Hvaða bók byrjar svona?
"X var órótt. [...]
Hann sat grafkyrr. Það var fyrsta einkennið. Teinréttur. Með krosslagða handleggi. Hver einasti vöðvi hreyfingarlaus.
Nema vöðvarnir sem stjórnuðu munninum.
Það var annað einkennið.
Og jafnvel það hefði ekki legið í augum uppi ef sígarettan hefði ekki komið til. Varirnar sýndust hreyfingarlausar. Þær voru eins og mjótt, beint strik þvert yfir langleitt og beinabert andlitið. En samt var sígarettan á milli þeirra á fleygiferð, dansandi. Hún var á eilífu flökti milli munnvikanna í þessum munni sem virtist svo hreyfingarlaus."
föstudagur, 20. apríl 2007
Akkuru er bloggið mitt hætt að birtast á Mikka vef? Akkuru, akkuru ...? - Og akkuru í ósköpunum er ég að spyrja að þessu svona út í tómið? Fyrst bloggið birtist ekki á listanum les þetta enginn þannig að spurningunni verður tæplega svarað.
fimmtudagur, 19. apríl 2007
Einfaldasta öndunarvélin fyrir þetta blogg er sennilega að búa til getraunir upp úr því sem ég les. Getur einhver svarað því úr hvaða bók þetta er?
"... hann starði yfirkominn á þetta snjóhvíta andlit, augun, hálflukt og brostin, opinn munninn, slíkjuvota lokkana, og honum fannst þjóð sín liggja þarna dáin í lynginu, myrt af framandi valdi, sem engu eirði í kapphlaupi sínu um ryð og möl."
Gleðilegt sumar! Ég lifði veturinn af þótt bloggið hafi eiginlega ekki gert það - en nú blæs ég kannski í það agnarlitlu lífi um stundarsakir svo ég geti fagnað fimm ára bloggafmælinu í maí. Það er ómögulegt að glutra niður tækifæri til að gleðjast yfir einhverju. Ég tók t.d. þá stefnu að gleðjast yfir hverju einasta skipti sem vorið kemur. Þá gefast mörg fagnaðarefni á hverju ári.
Í dag lék ekki nokkur vafi á því að sumarið væri komið (a.m.k. í bili) því ég rakst á Iðunni niðri í bæ og hún var í gulum sokkabuxum. Það er hefðbundið merki um sumarkomuna.
Í dag lék ekki nokkur vafi á því að sumarið væri komið (a.m.k. í bili) því ég rakst á Iðunni niðri í bæ og hún var í gulum sokkabuxum. Það er hefðbundið merki um sumarkomuna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)