fimmtudagur, 19. apríl 2007

Einfaldasta öndunarvélin fyrir þetta blogg er sennilega að búa til getraunir upp úr því sem ég les. Getur einhver svarað því úr hvaða bók þetta er?
"... hann starði yfirkominn á þetta snjóhvíta andlit, augun, hálflukt og brostin, opinn munninn, slíkjuvota lokkana, og honum fannst þjóð sín liggja þarna dáin í lynginu, myrt af framandi valdi, sem engu eirði í kapphlaupi sínu um ryð og möl."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli