miðvikudagur, 30. maí 2007

Ég er búin að vanrækja Flickr-síðuna mína í allan vetur en nú druslaðist ég loksins til að setja inn myndir frá Napólí og nágrenni síðan í september.

United Colors of Benetton

Ef ég verð áfram dugleg við annað en það sem ég ætti að einbeita mér að er aldrei að vita nema myndir frá Berlín og Leipzig síðan í október komist inn á síðuna von bráðar.

Enn hefur enginn giskað á rétt dagblað. En nú hlýtur þetta að fara að koma - það eru ekki svo mörg eftir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli