mánudagur, 28. maí 2007

Getraun! (Ekki úr Ísfólkinu að sinni, það bíður betri tíma.)
Þessi er frekar einföld því valmöguleikarnir eru ekki margir. Einfaldlega er spurt: Í hvaða dagblaði birtust þessi orð árið 1946? Sérlega getspakir mega láta fylgja sögunni hvern þeir telja höfundinn vera.

"Kommúnistar hafa kveinað sáran út af þeirri illu meðferð, sem þeir telja sig hafa sætt af hendi vondra manna, þá er úthlutað var styrkjum til rithöfunda nú í vetur. Mun það fágætt, að svo hafi verið barmað sér út af valdamissi, eins og þeir hafa gert, síðan úthlutunin fór fram, og hefur skipzt á hjá þeim gnístran tanna og sannarlegur Jeremíasar harmagrátur."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli