Í tilefni af fimm ára bloggafmæli mínu (sem er í dag) ákvað ég að framkvæma byltingarkennda aðgerð (svo stofnanalegt orðalag sé viðhaft) og breyta útlitinu á þessari síðu. Eins og sumir vita er ég ekkert mikið fyrir ástæðulausar útlitsbreytingar, sbr. að ég varð einu sinni alvarlega miður mín úti í búð þegar ég uppgötvaði að ástæðan fyrir því að ég fann ekki sykurinn var að Dansukker hafði breytt umbúðunum!
En ég hef nú orðið töluvert umburðarlyndari síðustu árin og nú fannst mér semsagt kominn tími til að bloggið mitt fengi meikóver eftir að hafa litið nokkurn veginn eins út frá upphafi (fyrir utan smá litabreytingar o.þ.h.). Veit samt ekki alveg með þetta templeit sem ég valdi, ég er reyndar búin að fikta aðeins við liti og letur en er ekki orðin fyllilega ánægð. Það stendur vonandi til bóta.
Ég var orðin ágæt í að fikta í html-inu í gamla templeitinu en uppsetningin á því nýja er allt öðruvísi þannig að ég þarf greinilega að læra ýmislegt nýtt. Annars eru komnar einhverjar imbaheldar aðferðir við að breyta sumu í útlitinu - en bara sumu.
Mér finnst hroðalega pirrandi að hafa ekki aðgang að linkunum í html-kóðanum - það er leiðindavesen að geta bara fiktað við einn í einu í þessu nýja fyrirkomulagi sem þykist vera svo tæknilegt ... - eða nei annars, nú var ég að fatta að ég þarf ekki að nota linkaformið sem er innbyggt í kerfið - ég get valið "html-script" sem "page element" og föndrað linkana þannig. Gott.
Verst að Haloscan er í fýlu og þverskallast við að setja kommentakerfið inn upp á nýtt. :(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli