- Takmarkanir hinnar annars frábæru síðu tímarit.is, einkum: a) Tímarit frá tímabilinu sem ég er að skoða (miðbikinu á 20. öld) eru almennt ekki þarna inni - þetta er fyrst og fremst eldra dót. b) Þótt það sé frábært að geta leitað vel og vandlega í Mogganum er óþolandi að hin dagblöðin skuli ekki vera komin þarna inn. Ég veit að þetta horfir til bóta því það er búið að fá fjárveitingu í verkið - en það er takmörkuð huggun þegar mig vantar þetta allt NÚNA!
- Gloppurnar í gömlu bókmenntaspjaldskránni í bókhlöðunni (spjaldskrá yfir efni um og eftir íslenska rithöfunda í blöðum og tímaritum). Þjóðviljinn og Vísir eru bara efnisteknir til 1944, Tíminn til 1949, Alþýðublaðið nokkru lengur eða til 1954, en Mogginn alveg til 1960 og Lesbók Moggans til 1964. Þótt mér finnist gaman að fletta gömlum dagblöðum og finna alls konar skrýtið og skemmtilegt efni sem ég var alls ekki að leita að, þá hef ég ekki ótakmarkaðan tíma.
- Óhóflegt vægi Moggans - eða öllu heldur að efni úr öðrum dagblöðum skuli ekki vera eins aðgengilegt, sbr. 1. og 2. tölulið.
- Vond og dýr útprent úr filmuvélunum í bókhlöðunni.
- Sumaropnunartími Þjóðarbókhlöðunnar. Núna er bara opið til fimm virka daga og til tvö á laugardögum. Alveg glatað.
Og að lokum (þar sem ég þarf að eyða drjúgum tíma á ákveðnum stað, sbr. fyrri liði):
Engin ummæli:
Skrifa ummæli