mánudagur, 11. júní 2007

Lesendavirkjun

Átakið "lesendur virkjaðir" gengur framar vonum og skilar mun meira afli en ráð var fyrir gert. Ekki nóg með að ýmis góð svör (og tilraunir til svara) hafi borist við síðustu getraunaliðum, heldur sýna Eyja og Dísa líka vægast sagt snilldarleg tilþrif í kommentum við færsluna um forsetasetur.

Ég var annars föst í vinnunni fram eftir öllu, sem hefur tafið fyrir næstu Ísfólksspurningu, en nú er ég loksins komin heim og get farið að fletta bókunum mínum með illyrmislegu hugarfari ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli