mánudagur, 25. júní 2007

Nú er lágskýjað og nógu dimmt til að það hafi kviknað á ljósastaurunum. Ég er hrædd um að það verði ekki eins gaman að horfa út um norðurgluggann á eftir og það var fyrir tuttugu og tveimur tímum. Jónsmessusólarupprásin var frekar lagleg. Myndin gerir henni ekki almennileg skil (ég kann ekki að mynda svonalagað) en ég læt hana samt fylgja:

Sólarupprás á Jónsmessu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli